Húðslípun

Meðferð þar sem við blöndum saman AHA sýrum og demantsslípun.

Sýrurnar sem við notum heita Glycol sýrur( Alpha Hydroxy Acid ) og eru þekktar fyrir að vera áhrifamestu sýrurnar á markaðnum. Þetta er sársaukalaus og mjög áhrifarík meðferð þar sem árangur kemur strax í ljós. Húðin fær ferskan blæ, verður hreinni, mýkri og unglegri.

Demantshúðslípunin vinnur á línum, brúnum blettum, húðsliti, óhreinni húð og exemhúð, auk þess sem hún dregur verulega úr bóluörum. Húðin mun líta betur út, fínar linur og brúnir blettir dofna, dýpri línur, ör og húðslit minnka mikið. Húðin verður mýkri,sléttari og unglegri. Meðferðin gefur fallega áferð, vinnur gegn öldrun húðarinnar og er örugg fyrir allar húðgerðir.

Mælum með 4– 6 meðferðum með viku millibili til að ná hámarksárangri.
Meðferðin er algjörlega sársaukalaus. Sýrunni er pennslað á andlit og háls, látið bíða í 2-5 mín, hreinsuð af og túðu með þrýstingi er beitt á meðferðasvæðin en við það myndast roði sem jafnar sig á stuttum tíma. Áhrifin koma fljótt fram og vara mjög lengi. Áhrifin koma strax fram þegar um fílapensla og opna andlitshúð er að ræða. Eftir slípunina er borin á kröftugur rakamaski og síðan krem gel. í lokin er rennt yfir með kæljárni sem dregur samstundis úr roða og kælir húðina og gefur henni frískandi tilfinningu.

Meðferðin tekur 60 mín