Nuddmeðferðir

Vöðvanudd: Við bjóðum upp á hefðbundið létt vöðvanudd sem eykur blóðstreymi í líkamanum, örvar virkni sogæðakerfisins, hjálpar til við að slaka á spenntum vöðvum og er áhrifarík leið til að vinna bug á þreytuverkjum s.s. vegna einhæfrar líkamsbeitingar. Það hefur marga kosti að fara reglulega í hefðbundið nudd og einn þeirra er að nuddið örvar losun úrgangsefna úr líkamanum.
Slökunarnudd: Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa frábæru nuddmeðferð. Hún byggir á djúpvirkandi og mýkjandi nuddi sem hefur slakandi áhrif á líkama og líðan. Slökun, djúp vellíðan og þægindi eru orðin sem lýsa þessari meðferð best.
Svæðanudd: Margir þekkja svæðanudd sem einskonar “bróður nálastungunnar” og fyrir þeirri nafngift má færa rök. Um er að ræða sérstakt nudd á viðbragðssvæði fótanna sem virkar á mismunandi staði á öllum líkamanum.
Partanudd: Áhrifarík og öflug nuddmeðferð þar sem unnið er á staðbundnum eymslum og óþægindum, sérstaklega í höfði, herðum, öxlum og höndum.
Sogæðanudd: Vinnur á bjúg, streytu og þreytu. Einstaklega þægileg og slakandi
meðhöndlun með virkum ilmolíum sem eykur sogæðaflæðið í líkamanum, samtímis því sem hún losar um uppsöfnuð eiturefni og stíflur í vefjum.
Fótanudd: Fótameðferðarnudd bæði fyrir þreytta fætur og fyrir fólk sem er að kjást við beinhimnubólgu. Nuddið er mjög öflugt og góðra áhrifa gætir í öllum líkamanum á eftir.
Djúpnudd: Kröftug meferð sem styrkir og stinnir á öflugan hátt með stíflu, vatns og bólgulosandi nuddi.
Stólanudd: Stólanudd er sértaklega hentugt þegar unnið er með stök líkamssvæði, eins og axlir, höfuð, bak eða háls. Í stólnuddi þarf viðkomandi ekki að fara út fötum og setið er í sérstökum, þægilegum nuddstólum.
Snyrtifræðinganudd: Snyrtisérfræðinganudd sem einnig er oft kallað “Sænskt nudd” er klassískt mýkjandi nudd. Áhrif meðferðarinnar eru margþætt. Hún hjálpar fólki að ná góðri slökun, vinnur bug á þreytu og þreytutengdnum verkjum, er áhrifarík gegn vöðvabólgu og afleiðingum vefjagigtar, auk þess sem hún mýkir vöðva og örvar bæði hreyfingu sogæðavökva og blóðrásar.
Ilmolíunudd: Hér er um að ræða unaðslega dekurmeðferð þar sem nuddað er með sérvöldum ilmolíum sem smjúga inn í gegnum húðina, mýkja hana og næra, auk þess að virka gegn margs konar vandamálum í líkamanum.
Steinanudd: Í þessari einstöku nuddmeðferð er unnið í bland með heita steina og hefðbundið nudd. Í steinanuddi er farið inn á orkusvið líkamans og aukið við slökun hugar og líkama. Þetta er einstök meðferð sem eykur í senn andlega og líkamalega vellíðan.