Andlitsmeðferðir

Dagleg umhirða húðarinnar, ljúfur nætursvefn og holl næring eru forsendur fyrir því að líta vel út. En því til viðbótar er margt hægt að gera til að undstrika gott útlit og draga fram það fallegasta í andliti hvers og eins. Og það kunnum við á Paradís!
Það er margt sem þér stendur til boða til að fegra útlitið og yngja húðina. Andlitsböð, lífræn og hefðbundin, andlitsmaskar og peeling meðferðir hreinsa og fríska húðina, örva endurnýjum húðfruma og létta á yfirbragði andlitsins. Sérstakir augnmaskar draga sýnilega úr baugum og þrota og endurnýja húðina í kringum augum. Húðslípun er áhrifarík meðferð með miklum sýnilegum árangri, þar sem ysta lag húðarinnar er slípað með hárfínum kristöllum. Svo mætti lengi telja.
Líttu á listann yfir andlitsmeðferðir okkar og þar finnur þú örugglega þá meðferð sem þú þarft á að halda. Við tökum vel á móti þér!

sp22sp33sp11