Háræðaslitsmeðferð

Meðferðin byggist á því að hátíðnistraumi (30 megahertz) er hleypt í gegnum örfína nál. Nálinni er beint á slitnar háræðar og leysir hátíðnin þær upp í frumeindir, þannig að háræðarnar verða ekki sýnilegar. Þessi meðferð er sársaukalaus, árangursrík og því góð lausn á háræðaslitum.


Upplýsingar og eftirfylgni fyrir viðskiptavini í háræðaslitsmeðferð

• Hver meðferð tekur 10-15 mín
• Af hreinlætisástæðum er aðeins notast við einnota nálar fyrir hvern viðskiptavin.
• Ef háræðaslitið nær yfir stórt svæði er frekar mælt með því að komið sé oftar en einu sinni
• Koma má daglega ef unnið er á aðskyldum svæðum
• Eftir 4 vikur má endurtaka meðferðina ef þurfa þykir á þeim svæðum sem unnið hefur verið með áður
• Koma má í meðferðina á hvaða árstíma sem er
• Árangur sést eftir 2 mánuði, en í verri tilfellum geta liðið allt að sex mánuðir
Það sem þarf að hafa í huga eftir meðferð

• Varast skal þvo húðina í 3 daga eftir meðferð því að
notaður er hiti til að brenna fyrir og loka háræðunum
þá getur mynast bólga og roði sem hverfur yfileitt fljótt

• Ekki skal fara í heit böð, sund potta, gufu eða heita sturtu fyrr en viku eftir meðferð
• Ekki skal nota krem eða aðrar snyrtivörur eftir meðferð, nema eingöngu það sem við mælum með og ráðleggjum, t.d aloa vera gel og krem sem draga úr þrota og roða í húð.
• Forðast skal að borða sterkan mat, áfengi og annað sem getur örvað getur háræðarnar
Það sem hafa skal í huga við háræðaslitsmeðferð á fótleggjum

Þegar unnið er á fótleggjum og stærri svæðum þá er notaður töluvert hærri rafstraumur en í andlit. Vegna þessa þá getur viðgerðaferlið á sárunum tekið allt að 6 vikur. Ef blóðstreymi og lélegt sogæðaflæði t.d bjúgsöfnun er fyrir hendi, getur tekið lengri tíma að sjá fullkominn árangur. Liðið getur allt að sex mánuðir til að lokaárangur náist.

 

Háræðaslitsmeðferð

15 mín
20% afsláttur af 4 skiptum
12.900